Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna 24. apríl 2009 05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira