Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 22:21 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli