Stuðningsmenn Guðlaugs styðja Kristján Þór 25. mars 2009 18:30 Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum. Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum.
Kosningar 2009 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira