Ísland numið á árunum 700 til 750 Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2009 19:06 Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira