Sport

Rio líklega ekki með United á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio verður líklega í stúkunni á morgun.
Rio verður líklega í stúkunni á morgun. Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, býst ekki við því að geta teflt Rio Ferdinand fram í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni á morgun. Ferdinand meiddist í landsleik Englands og Úkraínu.

Þeir Nemanja Vidic, Wayne Rooney og Paul Scholes verða aftur á móti allir klárir í slaginn en þeir hvíldu gegn Villa í gær. Park Ji-Sung verður einnig líklega í byrjunarliði United.

„Ég á ekki von á því að neinn af meiddu leikmönnunum geti spilað gegn Porto," sagði Ferguson.

„En þeir sem voru í banni eru klárir sem er gott. Vidic mun spila með Jonny Evans en O´Shea fer í hægri bakvörðinn. Ég á svo eftir að sjá hvernig Giggs er eftir 90 mínútur gegn Villa. Það er mjög sérstakt að biðja 35 ára mann um að spila leik á tveggja daga fresti miðað við þann hraða bolta sem við spilum."

Óneitanlega mikið álag á United og afar sérstakt að lið spili í deild á sunnudegi og Meistaradeild á þriðjudegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×