Um 67% svarenda í skoðanakönnun MMR segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Um 8,7% segjast bera lítið traust til hennar. Um 52,8% kveðst bera mikið traust til sérstaks saksóknara en um 15,2% segjast bera lítið traust til hans.
Samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar er fjöldi þeirra sem segjast bera mikið traust til Ríkissaksóknara aftur á móti nokkuð lægri, eða 35,7%. Þetta eru þó fleiri en segjast bera lítið traust til embættisins en þeir eru 26,2%. Rannsóknarnefnd Alþingis mælist hafa lítið traust meðal 31,1% en 27,1% segjast bera mikið traust til hennar.
Könnunin var gerð þannig að einstaklingar á aldrinum 18-67 ára, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, voru spurðir handahófskennt í gegnum síma eða með tölvupósti. Svarfjöldi var 968 einstaklingar.

