Teitur framlengdi við Stjörnuna 2. apríl 2009 16:29 Teitur Örlygsson kortleggur leik Stjörnumanna á Reykjanesbrautinni Mynd/Daníel "Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
"Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Teitur náði frábærum árangri með liðið í Iceland Express deildinni eftir að hafa tekið við því í fallbaráttu á miðjum vetri. Hann landaði fyrsta titlinum í hús þegar liðið varð bikarmeistari eftir frækinn sigur á KR í úrslitaleik. "Hérna líður mér mjög vel. Það er svo gott fólk í kring um þetta lið að mér fannst ekki spurning um að halda áfram. Okkur gekk vel eftir áramótin og unnum auðvitað bikarinn, svo það verður mikil áskorun að toppa þennan vetur. Við ætlum að reyna að mæta tilbúnir til leiks næsta haust og erum að horfa í kring um okkur eftir fleiri leikmönnum," sagði Teitur. Allir velkomnir í Garðabæinn Ljóst er að Stjarnan missir leikstjórnandann Ólaf Sigurðsson fyrir næsta vetur þegar hann fer af landi brott. Teitur á von á að gott gengi liðsins í vetur verði auglýsing fyrir leikmenn sem hugsa sér til hreyfings í sumar. "Við erum ekki farnir að líta mikið í kring um okkur en hingað eru allir velkomnir," sagði Teitur léttur í bragði. "Staðan er þannig í þjóðfélaginu í dag að það eru ekki miklir peningar til, svo við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður. Við keyrum ekki á mörgum mönnum og þegar svo er, má ekkert út af bera með meiðsli og slíkt. Ég vona að séu einhverjiir leikmenn þarna úti núna sem renna hýru auga til Stjörnunnar og langar að koma og taka þátt í gleðinni," sagði Teitur. Gæðastund á brautinni Hann segir hafa notið sín vel að vera kominn aftur í þjálfarastólinn í vetur. "Ég fann það í vetur hvað tíminn í Njarðvík var góð reynsla fyrir mig. Öll mín einbeiting núna er allt öðruvísi og þetta er allt miklu skýrara. Svo er tíminn á Reykjanesbrautinni algjör gæðatími. Það er svo gott að fá tímann í bílnum fyrir og eftir æfingu til að kortleggja hvað betur má fara. Þar hefur maður algjöran frið. Þetta eru dálítið langar æfingar, en þær skila sér, sérstaklega ef liðið nær árangri," sagði Teitur hlæjandi.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira