Framboðsræða Snorra í Valhöll - myndband 25. mars 2009 15:05 Meðframbjóðendur Snorra höfðu greinilega gaman af ræðunni. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér. Kosningar 2009 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira