Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2009 18:39 Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Kosningar 2009 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Kosningar 2009 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira