Með flota glæsibíla í Lúxemborg 21. janúar 2009 06:00 Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Mikil leynd hvílir yfir bílunum en Markaðurinn hefur þó heimildir frá fyrstu hendi um málið. Ekki liggur fyrir hvort bankinn keypti bílana eða tók þá á rekstrarleigu og nýtti sér skattalegt hagræði af viðskiptunum með svipuðum hætti og þegar hann tók bíla á leigu fyrir almenna starfsmenn bankans. Bílarnir í geymslunni voru ekki allir skrifaðir á bankann. Nokkrir voru geymdir þar fyrir vildarviðskiptavini, sem höfðu keypt þá í eigin reikning. Í einhverjum tilvikum áttu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg frumkvæðið að því að kaupa bílana fyrir viðskiptavini sína. Hver bíll var eyrnamerktur tilteknum viðskiptavini og var hann eini notandi hans. Þjónusta bankans fólst í því að viðskiptavinir lögðu fram eina til 1,5 milljónir evra í bankann. Bankinn keypti bíl í samræmi við óskir vildarviðskiptavinarins, sem greiddi leigu af bílnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá starfsmaður á vegum bankans um að aka bílunum hvert sem var á meginlandi Evrópu, allt eftir því hvar eigendur bílanna voru staddir hverju sinni og gátu þeir gengið þar að bílunum vísum. Eftir því sem næst verður komist var Ascari-akstursbrautin í nágrenni Sevilla á Spáni vinsæll áfangastaður íslenskra auðjöfra sem áttu bíla í geymslu Landsbankans. Erfitt er að áætla verðmæti bílaflotans. Þar voru meðal annars Bugatti Veyron, sem er með dýrustu bílum í heimi. Einn Bugatti kostar frá einni til 1,5 milljóna evra, jafnvirði allt að 200 milljóna íslenskra króna. - jab Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Mikil leynd hvílir yfir bílunum en Markaðurinn hefur þó heimildir frá fyrstu hendi um málið. Ekki liggur fyrir hvort bankinn keypti bílana eða tók þá á rekstrarleigu og nýtti sér skattalegt hagræði af viðskiptunum með svipuðum hætti og þegar hann tók bíla á leigu fyrir almenna starfsmenn bankans. Bílarnir í geymslunni voru ekki allir skrifaðir á bankann. Nokkrir voru geymdir þar fyrir vildarviðskiptavini, sem höfðu keypt þá í eigin reikning. Í einhverjum tilvikum áttu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg frumkvæðið að því að kaupa bílana fyrir viðskiptavini sína. Hver bíll var eyrnamerktur tilteknum viðskiptavini og var hann eini notandi hans. Þjónusta bankans fólst í því að viðskiptavinir lögðu fram eina til 1,5 milljónir evra í bankann. Bankinn keypti bíl í samræmi við óskir vildarviðskiptavinarins, sem greiddi leigu af bílnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá starfsmaður á vegum bankans um að aka bílunum hvert sem var á meginlandi Evrópu, allt eftir því hvar eigendur bílanna voru staddir hverju sinni og gátu þeir gengið þar að bílunum vísum. Eftir því sem næst verður komist var Ascari-akstursbrautin í nágrenni Sevilla á Spáni vinsæll áfangastaður íslenskra auðjöfra sem áttu bíla í geymslu Landsbankans. Erfitt er að áætla verðmæti bílaflotans. Þar voru meðal annars Bugatti Veyron, sem er með dýrustu bílum í heimi. Einn Bugatti kostar frá einni til 1,5 milljóna evra, jafnvirði allt að 200 milljóna íslenskra króna. - jab
Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira