Kristján Þór í formanninn 22. mars 2009 16:47 Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00
Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01