Hamarskonur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna þegar þær unnu annan leikinn í röð gegn Val. Hamar vann fyrri leikinn, 72-63, í Hvergerði og sendi síðan Val í sumarfrí með öruggum 70-51 sigri í Vodafone-höllinni.
Bandaríski bakvörðurinn LaKiste Barkus fór mikinn í einvíginu og var bæði langstigahæst og langstoðsendingahæst. Barkus skoraði 50 stig (25,0 að meðaltali) og gaf 17 stoðendingar (8,5) í leikjunum tveimur en hún skoraði 16 fleiri stig og gaf 8 fleiri stoðsendingar en sú sem kom næst á eftir henni.
Lakiste Barkus sýndi líka mikið öryggi á vítalínunni í einvíginu en hún setti niður 15 af 16 vítaskotum sínum sem gerir 93,8 prósent vítanýtingu. Barkus tók einnig 15 fráköst og var því ekki langt frá þrefaldri tvennu að meðaltali (25,0 stig - 7,5 fráköst - 8,5 stoðsendingar).
Það var mikið einvígi á milli stóru manna liðanna. Signý Hermannsdóttir hjá Val og Julia Demirer hjá Hamri voru þannig efstar í framlagi í einvíginu. Signý var hæst með 29,5 framlagsstig en Julia skilaði 25,0 framlagsstigum í leik.
Signý Hermannsdóttir tók langflest fráköst í einvíginu eða 44 í tveimur leikjum sem var tíu fleiri fráköst en Julia tók en hún kom næst. Signý varði líka 15 skot í leikjunum tveimur eða 13 fleiri en sú sem kom henni næst (Julia, 2) og varði einnig 11 skotum meira en allt Hamarsliðið til samans.
Hamarsliðið vann fráköstin samts 96-85 í einvíginu, fékk 49 víti á móti 28 og nýtti þau mun betur (75,5 prósent á móti 60,7 prósentum). Hamar vann einnig fyrsta leikhluta leikjanna 47-26 og tók því frumkvæðið snemma í báðum leikjum.
Vísir.is hefur tekið saman hvaða leikmenn stóðu sig best í tölfræðinni í einvíginu.
Hæsta framlag í leik:
Signý Hermannsdóttir Valur 29,5
Julia Demirer Hamar 25,0
LaKiste Barkus Hamar 23,5
Fanney Lind Guðmundsdóttir Hamar 15,5
Ösp Jóhannsdóttir Valur 9,0
Íris Ásgeirsdóttir Hamar 7,0
Melissa Mitidiero Valur 7,0
Lovísa Guðmundsdóttir Valur 7,0
Þórunn Bjarnadóttir Valur 7,0
Flest stig:
LaKiste Barkus Hamar 50
Julia Demirer Hamar 34
Signý Hermannsdóttir Valur 30
Melissa Mitidiero Valur 27
Fanney Lind Guðmundsdóttir Hamar 25
Flest fráköst:
Signý Hermannsdóttir Valur 44
Julia Demirer Hamar 34
LaKiste Barkus Hamar 15
Fanney Lind Guðmundsdóttir Hamar 15
Íris Ásgeirsdóttir Hamar 12
Flestar stoðsendingar:
LaKiste Barkus Hamar 17
Lovísa Guðmundsdóttir Valur 9
Julia Demirer Hamar 6
Íris Ásgeirsdóttir Hamar 5
Fanney Lind Guðmundsdóttir Hamar 4
Kristín Óladóttir Valur 4
Flestar 3ja stiga körfur:
LaKiste Barkus Hamar 3
Melissa Mitidiero Valur 3
Ösp Jóhannsdóttir Valur 2
Íris Ásgeirsdóttir Hamar 2
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir Hamar 2
Flest fengin víti
LaKiste Barkus Hamar 16
Julia Demirer Hamar 15
Melissa Mitidiero Valur 11
Jóhanna Björk Sveinsdóttir Hamar 8
Signý Hermannsdóttir Valur 7
Heildartölfræði liðanna í einvíginu:
Sigrar: Hamar +2 (2-0)
Stig: Hamar +28 (142-114)
Fráköst: Hamar +11 (96-85)
Sóknarfráköst: Valur +9 (34-25)
Tapaðir boltar: Valur +12 (21-33)
Villur: Hamar +8 (33-41)
Varin skot: Valur +13 (17-4)
3ja stiga körfur: Jafnt (7-7)
3ja stig skotnýting: Hamar +5,4% (28,0%-22,6%)
Fengin víti: Hamar +21 (49-28)
Vítanýting: Hamar +14,8% (75,5%-60,7%)
Stig frá bekk: Valur +7 (25-18)
Mínútur frá bekk: Valur +30 (112-82)
Stig í 1. leikhluta: Hamar +21 (47-26)
Stig í 4. leikhluta: Hamar +13 (39-26)