Reyndist Grindvíkingum alltaf erfiður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2009 15:09 Nick Bradford hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi. Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1 Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira