Reyndist Grindvíkingum alltaf erfiður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2009 15:09 Nick Bradford hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi. Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1 Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1
Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira