KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 18:06 Hildur Sigurðardóttir hampar sigurlaununum í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán Borgþórsson KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira