Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands bauð Al Core, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á fund með stjórnendum Glitnis banka í byrjun árs 2007.
Forsetinn hefur birt á heimasíðu sinni átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send. Í bréfi sem forsetinn sendi Gore segir hann að lykilstjórnendur Glitnis myndu vilja funda með Gore, einkum til að ræða ákvörðun þeirra um að stofna alþjóðlegan fjárfestingarsjóð fyrir hreina orku með sérstaka áherslu á fjárfestingar í jarðhitaverkefnum í Bandaríkjunum.
Forsetinn Íslands sagðist í samtali við Stöð 2 í byrjun mánaðarins engin bréf hafa sent til þjóðarleiðtoga í þágu íslensku bankanna, en Al Gore var fyrrverandi varaforseti þegar bréfið var sent.
