Hamskipti húsa 15. desember 2009 06:00 Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar