Hamskipti húsa 15. desember 2009 06:00 Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun