Breska fjármálaeftirlitið: Vill harðari reglur vegna íslenska bankahrunsins 6. október 2009 22:42 Lord Turner. Mynd/telegraph.co.uk. Stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), Lord Turner, vill koma á fót nefnd sem hefur vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum einstakra ríkja í þeim tilgangi að vernda þjóðir fyrir bankahruni eins og gerðist á Íslandi á síðasta ári. Slík nefnd myndi hafa úrslitavöld varðandi eftirlit með alþjóðlegum bankarekstri í líkingu við Landsbankann sem var með útibú í Bretlandi. Eftirlitið var í höndum íslenska ríkisins. Ljóst er að það brást með þeirri afleiðingu að íslenska þjóðin þarf að greiða Icesave og Bretar og Hollendingar töpuðu gríðarlegum verðmætum. „Stórir bankar, jafnvel miðlungsstórir bankar sem tilheyra EES löndunum geta orðið of stórir til þess að þeim verði bjargað," segir Turner sem telur hættuna enn fyrir hendi. Hann segir að í framtíðinni eigi þau ríki sem hýsa erlenda bankastarfsemi að geta tekið hamlandi ákvarðanir telji þeir banka standa höllum fæti. Hann leggur til að ESB leiði í lög reglugerð sem gerir ríkjum fært að stofna slíkar nefndir. Fréttina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), Lord Turner, vill koma á fót nefnd sem hefur vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum einstakra ríkja í þeim tilgangi að vernda þjóðir fyrir bankahruni eins og gerðist á Íslandi á síðasta ári. Slík nefnd myndi hafa úrslitavöld varðandi eftirlit með alþjóðlegum bankarekstri í líkingu við Landsbankann sem var með útibú í Bretlandi. Eftirlitið var í höndum íslenska ríkisins. Ljóst er að það brást með þeirri afleiðingu að íslenska þjóðin þarf að greiða Icesave og Bretar og Hollendingar töpuðu gríðarlegum verðmætum. „Stórir bankar, jafnvel miðlungsstórir bankar sem tilheyra EES löndunum geta orðið of stórir til þess að þeim verði bjargað," segir Turner sem telur hættuna enn fyrir hendi. Hann segir að í framtíðinni eigi þau ríki sem hýsa erlenda bankastarfsemi að geta tekið hamlandi ákvarðanir telji þeir banka standa höllum fæti. Hann leggur til að ESB leiði í lög reglugerð sem gerir ríkjum fært að stofna slíkar nefndir. Fréttina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira