Ekki meir, ekki meir 21. desember 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun