Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni 5. nóvember 2009 08:07 Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira