Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni 5. nóvember 2009 08:07 Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu. Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu.
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira