Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi 20. apríl 2009 06:00 Óprúttnir aðilar höfðu í gær sett svört strik yfir munn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á auglýsingum á strætisvagnaskýlum. Aðrir fara kostnaðarsamari leið við að koma skilaboðum sínum á framfæri og kaupa auglýsingar í fjölmiðlum eða setja upp vefsíður.Fréttablaðið/Valli Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira