Þau Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir segja bæði vel koma til greina að halda áfram með utanþingsráðherra. Þau voru spurð að þessu í formannaspjalli á Ríkisútvarpinu. Þau sögðu bæði ákaflega góða reynslu af því að fá þau Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og Rögnu Árnadóttur til liðs við ríkisstjórnina þrátt fyrir að þau sitji ekki á þingi.
Steingrímur sagði þau Gylfa og Rögnu hafa reynst ákaflega vel og að vel komi til greina að skoða það fyrirkomulag áfram. Jóhanna tók í sama streng.