Bíddu í eina mínútu Vala Georgsdóttir skrifar 23. júlí 2008 06:00 EInar Sveinbjörnsson, sem er landsmönnum að góðu kunnur sem veðurfræðingur, rekur fyrirtæki sem meðal annars býður upp á sértækar veðurspár. Þær nýta sér til dæmis fyrirtæki þar sem tímasetning verkefna kann að ráðast af veðurfari. Markaðurinn/Auðunn „Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“ Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira