Bíddu í eina mínútu Vala Georgsdóttir skrifar 23. júlí 2008 06:00 EInar Sveinbjörnsson, sem er landsmönnum að góðu kunnur sem veðurfræðingur, rekur fyrirtæki sem meðal annars býður upp á sértækar veðurspár. Þær nýta sér til dæmis fyrirtæki þar sem tímasetning verkefna kann að ráðast af veðurfari. Markaðurinn/Auðunn „Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“ Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
„Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira