Bíddu í eina mínútu Vala Georgsdóttir skrifar 23. júlí 2008 06:00 EInar Sveinbjörnsson, sem er landsmönnum að góðu kunnur sem veðurfræðingur, rekur fyrirtæki sem meðal annars býður upp á sértækar veðurspár. Þær nýta sér til dæmis fyrirtæki þar sem tímasetning verkefna kann að ráðast af veðurfari. Markaðurinn/Auðunn „Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“ Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira