Fjölnir vildi ekki taka upp nafn Fram - viðræðum slitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2008 15:36 Úr leik Fram og Fjölnis í sumar. Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum." Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum."
Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13