Markviss orkunýting Þorsteinn Pálsson skrifar 22. júlí 2008 06:00 Við ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum er brýnt að auka verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Frekari orkunýting skiptir þar sköpum. Þrjú slík viðfangsefni hafa verið í undirbúningi: Þar er um að ræða tvö álver, annað í Helguvík og hitt á Bakka. Síðan hefur Landsvirkjun sett í forgang viðskiptasamninga um orkusölu til annars konar hátækniiðnaðar á Suðurlandi. Vegna ólíkrar stefnu stjórnarflokkanna í orkumálum var stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um þessi efni fremur loðin. Segja má að það hafi ekki komið að sök eins og þá stóð á. Aðstæður hafa hins vegar breyst á þann veg að viðfangsefnum á þessu sviði verður að hraða eigi að vera mögulegt að ná jafnvægi á ný í þjóðarbúskapnum. Skjótari árangur í orkunýtingu og verðmætasköpun en áður var áformaður verður einn af prófsteinunum á getu ríkisstjórnarinnar til þess að glíma við aðsteðjandi þrengingar í efnahagsmálum. En hver er þá pólitíska staðan á þessu sviði? Umhverfisráðherrann hefur frá upphafi lýst andstöðu við allar framfarir í atvinnumálum sem byggjast á orkunýtingu. Nýjar aðstæður í efnahagsmálum sýnast engu hafa breytt í því efni hjá ráðherranum fremur en af hálfu Vinstri græns. Forsætisráðherra hefur þar á móti skerpt yfirlýsingar sínar um mikilvægi þessara viðfangsefna við ríkjandi aðstæður. Trúlega er það vegna innri aðstæðna í Samfylkingunni sem iðnaðarráðherra hefur talað af heldur meiri varfærni um þessi áform en forsætisráðherrann. Annað verður þó ekki ráðið en vilji hans sé með sama hætti ótvíræður. Fyrir þá sök kom á óvart að iðnaðarráðuneytið skyldi draga í meira en þrjá mánuði að gefa umsögn um rannsóknarholu í Gjástykki. Nú er þörf á að flýta rannsóknum en ekki tefja þær. Þar af leiðir að það minnsta sem af ríkisstjórninni má krefjast er að finna þau ráð að þessar rannsóknir geti gengið fram með þeim hraða sem áformaður er af þeim sem að framkvæmdum standa. Við svo búið geta tafir orðið dýrkeyptar fyrir efnahag landsmanna. Það sama á við um nýmæli í orkufrekum iðnaði á Suðurlandi. Fyrir ári skipti ekki öllu þó að þessi þróun ætti sér stað án skýrrar stefnumótunar af hálfu stjórnvalda. Nú er málum hins vegar á þann veg komið að á miklu veltur að sýna á erlendum fjármálamörkuðum að Ísland hafi horfið frá því að halda uppi gengi krónunnar með vaxtamunarlántökum erlendra áhættufjárfesta eins og Seðlabankinn hefur haldið gangandi undanfarin ár. Boðskapur dagsins á að vera sá að í stað peningastefnu sem mistókst eigi að treysta á verðmætasköpun sem undirstöðu. Ástæðan fyrir því að tala þarf skýrt um orkunýtingarstefnuna er sú að þessi skilaboð verða að komast á framfæri á þeim fjármálamörkuðum sem máli skipta. Orkunýtingaráformin eru eini trúverðugi kosturinn á bak við slík skilaboð. Þó að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn sé andvígur frekari orkunýtingu og atvinnuþróun á þeim grundvelli er ekki svo um alla stjórnarandstöðuna. Framsóknarflokkurinn hefur til að mynda fylgt ábyrgri stefnu á þessu sviði. Frjálslyndir sýnast einnig vera á þeim buxunum. Breiður pólitískur stuðningur á því að vera fyrir skýrri og framsækinni orkunýtingarstefnu á Alþingi. Enginn meirihlutavilji stendur til annars. Í því ljósi á að vera unnt að tala skýrt og framkvæma hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun
Við ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum er brýnt að auka verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Frekari orkunýting skiptir þar sköpum. Þrjú slík viðfangsefni hafa verið í undirbúningi: Þar er um að ræða tvö álver, annað í Helguvík og hitt á Bakka. Síðan hefur Landsvirkjun sett í forgang viðskiptasamninga um orkusölu til annars konar hátækniiðnaðar á Suðurlandi. Vegna ólíkrar stefnu stjórnarflokkanna í orkumálum var stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um þessi efni fremur loðin. Segja má að það hafi ekki komið að sök eins og þá stóð á. Aðstæður hafa hins vegar breyst á þann veg að viðfangsefnum á þessu sviði verður að hraða eigi að vera mögulegt að ná jafnvægi á ný í þjóðarbúskapnum. Skjótari árangur í orkunýtingu og verðmætasköpun en áður var áformaður verður einn af prófsteinunum á getu ríkisstjórnarinnar til þess að glíma við aðsteðjandi þrengingar í efnahagsmálum. En hver er þá pólitíska staðan á þessu sviði? Umhverfisráðherrann hefur frá upphafi lýst andstöðu við allar framfarir í atvinnumálum sem byggjast á orkunýtingu. Nýjar aðstæður í efnahagsmálum sýnast engu hafa breytt í því efni hjá ráðherranum fremur en af hálfu Vinstri græns. Forsætisráðherra hefur þar á móti skerpt yfirlýsingar sínar um mikilvægi þessara viðfangsefna við ríkjandi aðstæður. Trúlega er það vegna innri aðstæðna í Samfylkingunni sem iðnaðarráðherra hefur talað af heldur meiri varfærni um þessi áform en forsætisráðherrann. Annað verður þó ekki ráðið en vilji hans sé með sama hætti ótvíræður. Fyrir þá sök kom á óvart að iðnaðarráðuneytið skyldi draga í meira en þrjá mánuði að gefa umsögn um rannsóknarholu í Gjástykki. Nú er þörf á að flýta rannsóknum en ekki tefja þær. Þar af leiðir að það minnsta sem af ríkisstjórninni má krefjast er að finna þau ráð að þessar rannsóknir geti gengið fram með þeim hraða sem áformaður er af þeim sem að framkvæmdum standa. Við svo búið geta tafir orðið dýrkeyptar fyrir efnahag landsmanna. Það sama á við um nýmæli í orkufrekum iðnaði á Suðurlandi. Fyrir ári skipti ekki öllu þó að þessi þróun ætti sér stað án skýrrar stefnumótunar af hálfu stjórnvalda. Nú er málum hins vegar á þann veg komið að á miklu veltur að sýna á erlendum fjármálamörkuðum að Ísland hafi horfið frá því að halda uppi gengi krónunnar með vaxtamunarlántökum erlendra áhættufjárfesta eins og Seðlabankinn hefur haldið gangandi undanfarin ár. Boðskapur dagsins á að vera sá að í stað peningastefnu sem mistókst eigi að treysta á verðmætasköpun sem undirstöðu. Ástæðan fyrir því að tala þarf skýrt um orkunýtingarstefnuna er sú að þessi skilaboð verða að komast á framfæri á þeim fjármálamörkuðum sem máli skipta. Orkunýtingaráformin eru eini trúverðugi kosturinn á bak við slík skilaboð. Þó að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn sé andvígur frekari orkunýtingu og atvinnuþróun á þeim grundvelli er ekki svo um alla stjórnarandstöðuna. Framsóknarflokkurinn hefur til að mynda fylgt ábyrgri stefnu á þessu sviði. Frjálslyndir sýnast einnig vera á þeim buxunum. Breiður pólitískur stuðningur á því að vera fyrir skýrri og framsækinni orkunýtingarstefnu á Alþingi. Enginn meirihlutavilji stendur til annars. Í því ljósi á að vera unnt að tala skýrt og framkvæma hratt.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun