Nokkrir til sem upp úr stóðu 31. desember 2008 06:00 Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online og þykir hafa náð markvert góðum árangri með fyrirtæki sitt á árinu.Markaðurinn/GVA Kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þykja standa upp úr sem viðskipti ársins 2008 og er ef til vill ekki úr vegi að tilnefna fjárfestingarfélagið Eyri Invest og flaggskip eignasafns fyrirtækisins, bæði Marel og Össur, sem fyrirtæki ársins vegna þess hve víða og ofarlega þessi fyrirtæki og aðstandendur þeirra voru á blaði í vali þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki í vali Markaðarins að þessu sinni. Enda fór það svo að í efstu sætin í valinu á manni ársins í viðskiptalífinu röðuðu sér forsvarsmenn þessara fyrirtækja, forstjórar Össurar og Marel Food Systems auk stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Eyris, en það eru feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson. „Þórður Magnússon hefur leitt Marel og Össur í gegnum miklar breytingar og þessi fyrirtæki standa upp úr á hlutabréfamarkaði eftir fall bankanna og tengda atburði,“ segir einn sem taldi Þórð vera mann ársins í viðskiptalífinu 2008. Fleiri voru þó nefndir til sögu, svo sem Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem vermir fimmta sætið í valinu. „Í ár myndi ég segja að CCP væri það fyrirtæki sem hefur verið að gera hvað besta hluti. Þeir hafa náð gríðarlega góðum árangri með sitt fyrirtæki sem þarf ekkert að rökstyðja frekar,“ segir einn þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki. „Reyndar datt mér í hug að fyrirhuguð kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni gætu verið viðskipti ársins,“ gantast annar, en fyrir hlutinn ætlaði ríkið að greiða sem nemur 600 milljónum evra og var í þessum gjörningi kominn efniviðurinn að verstu viðskiptum ársins sem lesa má um hér til hliðar. Aðrir hafa í huga þá menn í fjármálaheiminum sem sýnt hafa fyrirhyggju og áhættufælni á þessu ári í ljósi ástandsins á heimsmörkuðum. Þar eru nefndir menn á borð við Willam Fall, forstjóra Straums-Burðaráss, og Styrmir Þór Bragason, forstjóra MP Verðbréfa. Varkárni Styrmis Þórs og hans fólks er sögð skila fyrirtækinu einni bestu útkomunni í fjármálageiranum í dag. Þá er athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum tilnefnd fyrir að hafa selt lungann úr tæplega tveggja prósenta hlut sínum í Glitni síðustu tvo virku dagana áður en tilkynnt var um þjóðnýtingu hans. Guðbjörg var sú eina af tuttugu stærstu hluthöfum bankans sem seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtingu. Þá horfa spekingar Markaðarins til fleiri geira en fjármálageirans eins. Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson og Marorka komast á blað fyrir að hafa fengið á árinu umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. „Sprækur sproti. Mjög 2009,“ segir einn. Jón Ólafsson er sagður í sókn með Icelandic Water Holdings. „Honum hefur tekist að markaðssetja íslenskt vatn sem lúxus og græna vöru í Bandaríkjunum. Árið 2008 náði fyrirtækið að festa sig í sessi meðal Hollywood-stjarna.“ Fleiri horfa svo til markaðssetningar hjá stjörnunum. „Halldór Eyjólfsson og stjórnunarteymi 66°Norður hafa nú í ár staðið sig vel í að markaðssetja vörur á erlendri grund og fengið ófáar kvikmyndastjörnur og kóngafólk til að skarta flíkum frá fyrirtækinu,“ segir annar. Meira að segja á menntageirinn fulltrúa í valinu. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar, fengu báðar atkvæði. Bent er á að Mentor hafi vaxið ótrúlega hratt, fengið Sprotaverðlaunin 2008 og hafi náð góðum árangri bæði hér heima og í Svíþjóð. Þá sé Margrét Pála búin að „byggja upp ótrúlega öflugt skólarekstrarfyrirtæki sem blómstrar í kreppunni og skilar samfélaginu miklum framtíðararði,“ segir í einni umsögn og fært er til bókar að árleg velta Hjallastefnunnar ehf. sé á annan milljarð króna og reki fjölda leik- og grunnskóla. Jón ágúst Þorsteinsson Dr. Jón Ágúst er forstjóri Marorku, en það er frumkvöðlafyrirtæki sem býr til orkusparandi búnað í skip. Fyrirtækið fékk í ár umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir starf sitt. Mynd/Magnus Fröderberg, Norden.orgBirna Einarsdóttir Birna er bankastjóri Nýja Glitnis, en var áður í yfirmannahópi þess gamla. Stórkaup hennar á hlutabréfum í Glitni sem ekki gengu eftir vegna mistaka komust á blað sem bestu viðskipti ársins. Hlutabréf bankanna urðu sem kunnugt er verðlaus við fall þeirra. Mynd/IPA Images, Sigurður J. ÓlafssonWilliam Fall Forstjóri Straums-Burðaráss kemst á blað fyrir að hafa stuðlað að því að bankinn drægi saman í efnahag sínum og þannig forðað honum frá því að verða undir í lausafjárkrísunni sem felldi hina bankana. Markaðurinn/Valli Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þykja standa upp úr sem viðskipti ársins 2008 og er ef til vill ekki úr vegi að tilnefna fjárfestingarfélagið Eyri Invest og flaggskip eignasafns fyrirtækisins, bæði Marel og Össur, sem fyrirtæki ársins vegna þess hve víða og ofarlega þessi fyrirtæki og aðstandendur þeirra voru á blaði í vali þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki í vali Markaðarins að þessu sinni. Enda fór það svo að í efstu sætin í valinu á manni ársins í viðskiptalífinu röðuðu sér forsvarsmenn þessara fyrirtækja, forstjórar Össurar og Marel Food Systems auk stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Eyris, en það eru feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson. „Þórður Magnússon hefur leitt Marel og Össur í gegnum miklar breytingar og þessi fyrirtæki standa upp úr á hlutabréfamarkaði eftir fall bankanna og tengda atburði,“ segir einn sem taldi Þórð vera mann ársins í viðskiptalífinu 2008. Fleiri voru þó nefndir til sögu, svo sem Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem vermir fimmta sætið í valinu. „Í ár myndi ég segja að CCP væri það fyrirtæki sem hefur verið að gera hvað besta hluti. Þeir hafa náð gríðarlega góðum árangri með sitt fyrirtæki sem þarf ekkert að rökstyðja frekar,“ segir einn þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki. „Reyndar datt mér í hug að fyrirhuguð kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni gætu verið viðskipti ársins,“ gantast annar, en fyrir hlutinn ætlaði ríkið að greiða sem nemur 600 milljónum evra og var í þessum gjörningi kominn efniviðurinn að verstu viðskiptum ársins sem lesa má um hér til hliðar. Aðrir hafa í huga þá menn í fjármálaheiminum sem sýnt hafa fyrirhyggju og áhættufælni á þessu ári í ljósi ástandsins á heimsmörkuðum. Þar eru nefndir menn á borð við Willam Fall, forstjóra Straums-Burðaráss, og Styrmir Þór Bragason, forstjóra MP Verðbréfa. Varkárni Styrmis Þórs og hans fólks er sögð skila fyrirtækinu einni bestu útkomunni í fjármálageiranum í dag. Þá er athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum tilnefnd fyrir að hafa selt lungann úr tæplega tveggja prósenta hlut sínum í Glitni síðustu tvo virku dagana áður en tilkynnt var um þjóðnýtingu hans. Guðbjörg var sú eina af tuttugu stærstu hluthöfum bankans sem seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtingu. Þá horfa spekingar Markaðarins til fleiri geira en fjármálageirans eins. Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson og Marorka komast á blað fyrir að hafa fengið á árinu umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. „Sprækur sproti. Mjög 2009,“ segir einn. Jón Ólafsson er sagður í sókn með Icelandic Water Holdings. „Honum hefur tekist að markaðssetja íslenskt vatn sem lúxus og græna vöru í Bandaríkjunum. Árið 2008 náði fyrirtækið að festa sig í sessi meðal Hollywood-stjarna.“ Fleiri horfa svo til markaðssetningar hjá stjörnunum. „Halldór Eyjólfsson og stjórnunarteymi 66°Norður hafa nú í ár staðið sig vel í að markaðssetja vörur á erlendri grund og fengið ófáar kvikmyndastjörnur og kóngafólk til að skarta flíkum frá fyrirtækinu,“ segir annar. Meira að segja á menntageirinn fulltrúa í valinu. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar, fengu báðar atkvæði. Bent er á að Mentor hafi vaxið ótrúlega hratt, fengið Sprotaverðlaunin 2008 og hafi náð góðum árangri bæði hér heima og í Svíþjóð. Þá sé Margrét Pála búin að „byggja upp ótrúlega öflugt skólarekstrarfyrirtæki sem blómstrar í kreppunni og skilar samfélaginu miklum framtíðararði,“ segir í einni umsögn og fært er til bókar að árleg velta Hjallastefnunnar ehf. sé á annan milljarð króna og reki fjölda leik- og grunnskóla. Jón ágúst Þorsteinsson Dr. Jón Ágúst er forstjóri Marorku, en það er frumkvöðlafyrirtæki sem býr til orkusparandi búnað í skip. Fyrirtækið fékk í ár umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir starf sitt. Mynd/Magnus Fröderberg, Norden.orgBirna Einarsdóttir Birna er bankastjóri Nýja Glitnis, en var áður í yfirmannahópi þess gamla. Stórkaup hennar á hlutabréfum í Glitni sem ekki gengu eftir vegna mistaka komust á blað sem bestu viðskipti ársins. Hlutabréf bankanna urðu sem kunnugt er verðlaus við fall þeirra. Mynd/IPA Images, Sigurður J. ÓlafssonWilliam Fall Forstjóri Straums-Burðaráss kemst á blað fyrir að hafa stuðlað að því að bankinn drægi saman í efnahag sínum og þannig forðað honum frá því að verða undir í lausafjárkrísunni sem felldi hina bankana. Markaðurinn/Valli
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira