Gary Wake var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu og skrifaði undir tveggja ára samning þess efnis.
Wake hefur verið aðstoðarþjálfari U19 kvennalandsliðsins í nokkur ár auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Fram.
Wake hefur áður verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Blika og Vals. Hann tekur við af Vöndu Sigurgeirsdóttur sem hætti í sumar.