Framlag Íslendinga mikilvægt Guðjón Helgason skrifar 8. apríl 2008 18:45 Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Gore hefur tekið umhverfismál upp á sína arma svo eftir því hefur verið tekið síðan hann tapaði fyrir George Bush í umdeildum forsetakosningum árið 2000. Í fyrra fékk heimildarmynd hans um loftslagsmál óskarsverðlaun og hann sjálfur friðarverðlaun Nóbels. Helstu ráðamenn og forkólfar í íslensku viðskiptalífi fjölmenntu í Háskólabíó í morgun til að hlýða á boðskap varaforsetans fyrrverandi. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig á íslensku. Hann vakti mikla kátínu þegar hann kynnti sig þannig að hann hefði einu sinni verið verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann vék orðum að gestgjafa sínum og aldavin, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann ræddi vinnufund á Bessastöðum í gær. Hann sagði Ólaf Ragnar eina forsetann í heiminum sem myndi fá átta vísindamenn á slíkan fund til að flytja átta mismunandi fyrirlestra um hlýnun jarðar og loftslagsmál. Þetta hafi þó verið það sem Gore hefði þótt mest spennandi og það hafi forset Íslands vitað. Gore sagði framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum mikilvægt. Honum þætti mikið til þess koma hvernig Íslendingar hefðu tekið forystu í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þeir þróuðu nýja tækni og hefðu í sínum röðum verkfræðinga sem hefðu margt fram að færa. Gore kynnti sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið í hádeginu og síðan starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku. Hann fór síðan af landi brott síðdegis.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira