NBA í nótt: Denver í áttunda sætið 30. mars 2008 03:31 Kenyon Martin skoraði 30 stig fyrir Denver í nótt og hefur ekki skorað meira í leik í fimm ár NordcPhotos/GettyImages Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira