Lúkasarmálið látið mæta afgangi 18. mars 2008 14:51 Hvarf hundsins Lúkasar vakti mikla athygli síðastlið sumar. Lúkasarmálið svokallaða er enn til rannsóknar á hjá Sýslumanninum á Akureyri. Lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, sem varð fyrir aðkasti á Netinu í kjölfarið á því að hann var grunaður um að hafa drepið hundinn Lúkas á Akureyri, lagði fram kæru gegn hundrað manns. Fulltrúi sýslumanns á Akureyri segir að málið sé ekki í forgangi . Að stórum hluta er um að ræða ærumeiðingar sem ekkert erindi eiga inn á borð til sýslumanns að hans sögn. Lögmaður Helga sagðist í samtali við Vísi vera undrandi á því hve langan tíma málið hafi tekið. „Við erum að sortera hvað af þessu á erindi til okkar. Stór hluti af þessu eru bara ærumeiðingar," segir Eyþór Þorbergsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Akureyri. Hann er ómyrkur í máli gagnvart lögfræðingi Helga Rafns og segir „fáránlegt að lögmaður skuli kæra ærumeiðingar til lögreglu. Ég hélt að lögfræðingar vissu að það er ekki hægt að kæra ærumeiðingar til lögreglu." Eyþór segir þó að sumt af því sem kært var fyrir megi flokka sem hótanir eða að hægt sé að skoða þær sem slíkar. „Þá er spurning um hvernig þær eru fram settar," segir Eyþór. „Þetta er ekki eitthvað forgangsmál hér hjá okkur," segir Eyþór. Hann bendir á að fjórir starfi hjá sýslumanninum við rannsóknir mála og því sé nóg annað að gera. „Við látum þetta mæta afgangi og leggjum meiri áherslu á að rannsaka líkamsmeiðingar, þjófnaði og fíkniefnamisferli," segir Eyþór. Lúkasarmálið Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lúkasarmálið svokallaða er enn til rannsóknar á hjá Sýslumanninum á Akureyri. Lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, sem varð fyrir aðkasti á Netinu í kjölfarið á því að hann var grunaður um að hafa drepið hundinn Lúkas á Akureyri, lagði fram kæru gegn hundrað manns. Fulltrúi sýslumanns á Akureyri segir að málið sé ekki í forgangi . Að stórum hluta er um að ræða ærumeiðingar sem ekkert erindi eiga inn á borð til sýslumanns að hans sögn. Lögmaður Helga sagðist í samtali við Vísi vera undrandi á því hve langan tíma málið hafi tekið. „Við erum að sortera hvað af þessu á erindi til okkar. Stór hluti af þessu eru bara ærumeiðingar," segir Eyþór Þorbergsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Akureyri. Hann er ómyrkur í máli gagnvart lögfræðingi Helga Rafns og segir „fáránlegt að lögmaður skuli kæra ærumeiðingar til lögreglu. Ég hélt að lögfræðingar vissu að það er ekki hægt að kæra ærumeiðingar til lögreglu." Eyþór segir þó að sumt af því sem kært var fyrir megi flokka sem hótanir eða að hægt sé að skoða þær sem slíkar. „Þá er spurning um hvernig þær eru fram settar," segir Eyþór. „Þetta er ekki eitthvað forgangsmál hér hjá okkur," segir Eyþór. Hann bendir á að fjórir starfi hjá sýslumanninum við rannsóknir mála og því sé nóg annað að gera. „Við látum þetta mæta afgangi og leggjum meiri áherslu á að rannsaka líkamsmeiðingar, þjófnaði og fíkniefnamisferli," segir Eyþór.
Lúkasarmálið Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira