Fólk flykkist í Bónus og Krónuna 9. mars 2008 18:53 Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu. Fjórða daginn í röð heldur fréttastofa Stöðvar 2 áfram að kanna hvort umræða um að góðærinu sé að ljúka hafi áhrif á hvernig fólk eyðir peningunum sínum. Enn sem komið er er fátt sem bendir til að krepputalið hafi bitið á landsmenn, hvorki okkur sem kaupum né þá sem flytja inn. Að minnsta kosti selst kampavín í stríðum straumum, kortavelta eykst, nýir bílar renna út og enn fleiri ilmvötn, snyrtivörur, sjónvörp og tímarit eru flutt inn til landsins en á sama tíma í fyrra. Færri eru þó að kaupa sér húsnæði þessar vikurnar en í fyrra. Í dag höfðum við samband við stjórnendur hjá stærstu matvörukeðjum landsins. Og þó að Íslendingar séu stundum skammaðir fyrir að vera ómeðvitaðir neytendur þá virðist sem menn séu að verða heldur meðvitaðri. Umtalsvert meiri sala var í janúar og febrúar hjá Bónus en á sama tíma í fyrra. Krónan hefur verið að bæta við sig verslunum og stækka. Uppundir hundrað prósent meiri sala var t.a.m. í Krónunni á Bíldshöfða sem stækkaði í fyrra og tugprósenta meiri sala í öllum Krónuverslunum. Stjórnendur hjá dýrari búðum eins og Nóatúni og Hagkaupum bera sig vel en þar er söluaukningin mun minni, þó hvorug keðjan væri tilbúin til að gefa upp prósentutölur. Þó var á þeim að skilja að salan á þessu ári væri nokkrum prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Manneklan var mikil hjá matvörukeðjunum í haust en hjá Bónus, Krónunni, Nóatúni og Hagkaupum er nánast fullmannað og nægar umsóknir berast. Umsækjendur eru margir íslenskir og eldri en áður. Eða eins og rekstrarstjóri Nóatúns sagði - þá er búið með starfsmannasveltið sem hrjáði verslanir til skamms tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira