UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum Guðjón Helgason skrifar 8. mars 2008 18:31 Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira