Jason Kidd á leið til Dallas á ný? 13. febrúar 2008 19:21 Jason Kidd lék með Dallas á fyrstu árum sínum í NBA fyrir rúmum áratug Nordic Photos / Getty Images Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum