Jason Kidd á leið til Dallas á ný? 13. febrúar 2008 19:21 Jason Kidd lék með Dallas á fyrstu árum sínum í NBA fyrir rúmum áratug Nordic Photos / Getty Images Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Heimildamenn ESPN sjónvarpsstöðvarinnar fullyrða að nú styttist í að leikstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets gangi í raðir liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1994, Dallas Mavericks. Kidd lýsti því nýverið yfir í viðtali við ESPN að það væri kominn tími til fyrir hann að breyta til og fara frá New Jersey. Það er ekkert leyndarmál að félagið hefur verið að reyna að skipta honum í burtu, en tilboðin sem borist hafa í hann hafa ekki þótt nógu góð til þessa. Gamla félagið hans Dallas hefur þó jafnan verið nefnt fyrst til sögunnar í þessu sambandi en verði af þessum skiptum, verða þau langt frá því auðveld í smíðum. New Jersey er sagt muni fá leikstjórnandann Devin Harris sem stærsta bitann í skiptunum, en hann er 10 árum yngri en Kidd sem verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Þá hafa þeir Jerry Stackhouse, DeSegana Diop og Devean George verið nefndir til sögunnar sem skiptimynt til að láta þessi skipti ganga undir launaþakið. Jason Kidd átti frábæran feril í háskóla og var kjörinn nýliði ársins í NBA ásamt Grant Hill leiktíðina 1994-95. Fyrstu árin var hann hjá Dallas, þá hjá Phoenix og síðustu ár hefur hann verið hjá New Jersey þar sem hann hefur farið fyrir liðinu á bestu árum í sögu þess. Þar á meðal leiddi hann liðið í úrslit NBA tvö ár í röð í byrjun aldarinnar. Kidd er almennt álitinn einn besti leikstjórnandi deildarinnar á síðasta áratug og sækjast forráðamenn Dallas eftir leiðtogahæfileikum hans og fjölhæfni. Ef þessi skipti ganga í gegn yrðu það þriðju stórskiptin á nokkrum dögum í deildinni og ljóst að heitt verður í kolunum síðustu 10 dagana áður en kemur að lokun leikmannamarkaðarins í NBA. NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira