Extra Bladet biðst aðeins afsökunar á enskri þýðingu Óli Tynes skrifar 13. febrúar 2008 14:15 Sorry. Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera. Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera.
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira