Icelandair týnir 11,1 tösku á hverja þúsund farþega samkvæmt samantekt Sambands evrópskra flugfélaga. Og Icelandair stendur sig bara býsna vel miðað við önnur flugfélög.
Á toppnum yfir töskutýnara er portúgalska flugfélagið TAP sem týnir (TAPar) 27,8 töskum á hverja þúsund farþega.
Á eftir TAP koma nokkur stærstu og þekktustu flugfélög í Evrópu. British Airways er í öðru sæti með 26,5 töskur á hverja þúsund farþega. Alitalia og KLM eru í þriðja og fjórða sæti, bæði með 19,7 töskur.
Og Air France er í fimmta sæti með 17,6 týndar töskur á hverja þúsund farþega.
Önnur félög sem týna fleiri töskum en Icelandair eru til dæmis Lufthansa, SAS og Sviss Airlines. Aðeins 2 evrópsk flugfélög týna færri töskum en Icelandair. Það eru Air Onme og Adria Airways.
Í könnuninni eru aðeins hefðbundin áætlunarflugfélög. Hvorki lággjaldaflugfélög né leigufélög.