Þurfum að sækja um aðild að ESB. Bryndís Hólm í Ósló skrifar 9. febrúar 2008 18:45 Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. Það voru samtök aðildarsinna Noregs að Evrópusambandinu, Evropabevegelsen, sem héldu ráðstefnuna þar sem fjallað var um framtíð og stefnu í Evrópumálum. Árni Páll Árnason og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, voru meðal ræðumanna, en yfirskrift ráðstefnunnar var „Saman á morgun, ESB og EES eftir 50 ár". Árni Páll sagði framtíðarverkefni Evrópu fela í sér svo mikla hagsmuni fyrir Ísland, að óboðlegt væri að hafa ekki bein áhrif á mótun þeirra reglna sem landið byggi við. Hann lagði áherslu á að tugmilljarða kostnaður heimila og fyrirtækja vegna íslensku krónunnar væri hrikalegur, í samanburði við ávinningin sem hlytist á sama tíma af EES samningnum. Ekki sé hægt annað en að horfast í augu við það sem þurfi að gera - að sækja um aðild að ESB. Byrðin annars sé orðin það mikil. „Í framhaldi af því eigum við að geta siglt inn í meiri stöðugleika," sagði Árni Páll. „Við tökum auðvitað ekki upp evru á einum degi, en yfirlýsing okkar um að við hyggjumst taka upp evru mun án efa verða til þess að skapa stöðugleika í samfélaginu og stöðugleika í efnahagslífinu og varða þannig veginn í átt til lægri vaxta og betri kjara í kjölfar upptöku evrunnar síðan í framtíðinni." Erlent Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Sjá meira
Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. Það voru samtök aðildarsinna Noregs að Evrópusambandinu, Evropabevegelsen, sem héldu ráðstefnuna þar sem fjallað var um framtíð og stefnu í Evrópumálum. Árni Páll Árnason og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, voru meðal ræðumanna, en yfirskrift ráðstefnunnar var „Saman á morgun, ESB og EES eftir 50 ár". Árni Páll sagði framtíðarverkefni Evrópu fela í sér svo mikla hagsmuni fyrir Ísland, að óboðlegt væri að hafa ekki bein áhrif á mótun þeirra reglna sem landið byggi við. Hann lagði áherslu á að tugmilljarða kostnaður heimila og fyrirtækja vegna íslensku krónunnar væri hrikalegur, í samanburði við ávinningin sem hlytist á sama tíma af EES samningnum. Ekki sé hægt annað en að horfast í augu við það sem þurfi að gera - að sækja um aðild að ESB. Byrðin annars sé orðin það mikil. „Í framhaldi af því eigum við að geta siglt inn í meiri stöðugleika," sagði Árni Páll. „Við tökum auðvitað ekki upp evru á einum degi, en yfirlýsing okkar um að við hyggjumst taka upp evru mun án efa verða til þess að skapa stöðugleika í samfélaginu og stöðugleika í efnahagslífinu og varða þannig veginn í átt til lægri vaxta og betri kjara í kjölfar upptöku evrunnar síðan í framtíðinni."
Erlent Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Sjá meira