NBA í nótt: Kobe og Gasol með samtals 66 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2008 11:35 Kobe Bryant og Pau Gasol náðu sér vel á strik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81. NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81.
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira