NBA í nótt: Kobe og Gasol með samtals 66 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2008 11:35 Kobe Bryant og Pau Gasol náðu sér vel á strik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira