Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans 29. janúar 2008 09:16 Chris Paul var hársbreidd frá því að ná þrefaldri tvennu gegn Denver Nordic Photos / Getty Images Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira