Aftur lá Phoenix fyrir Minnesota 24. janúar 2008 08:30 Al Jefferson var mjög öflugur í liði Minnesota í nótt þegar það vann Phoenix í annað skiptið í vetur Nordic Photos / Getty Images Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Minnesota vann 117-107 á heimavelli og hefndi fyrir 20 stiga tap í Phoenix á dögunum. Minnesota hefur unnið tvær af þremur viðureignum liðanna í vetur og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð í fyrsta skipti í vetur. Minnesota hefur aðeins unnið 7 leiki í allan vetur. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota og setti persónulegt met með 39 stigum og hirti auk þess 15 fráköst. Marco Jaric skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 16 stoðsendingar hjá Phoenix, sem hafði unnið fjóra leiki í röð og var með næstflesta sigurleiki allra liða í deildinni. Cleveland vann stærsta sigur sinn í deildinni í fjórtan ár þegar það burstaði Washington 121-85. Zydrunas Ilgauskas skoraði 24 stig fyrir Cleveland og hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli og LeBron James var með 23 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Brendan Haywood var stigahæstur í slöku liði Washington með 11 stig. Detroit vann 86-78 sigur á Philadelphia eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skiptið í vetur. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 stig fyrir Philadelphia. Boston tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Toronto 114-112 þar sem leikmenn Toronto hittu úr 15 af 21 þriggja stiga skoti í leiknum. Jose Calderon tryggði Toronto sigurinn með körfu og víti á lokasekúndunum. Hann skoraði 24 stig í leiknum en Kevin Garnett var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Þetta var aðeins sjöunda tap Boston í allan vetur. Orlando setti félagsmet með 18 þristumHedo Turkoglu skoraði sex af átján þristum OrlandoNordicPhotos/GettyImagesDallas lagði Charlotte á útivelli 102-95 þar sem Devin Harris var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Dallas og Josh Howard 21 stig og 12 fráköst. Gerald Wallace skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte og Jason Richardson skoraði líka 22 stig. Jerry Stackhouse meiddist á læri og þurfti að fara af velli hjá Dallas.New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Portland á heimavelli í viðureign spútnikliðanna tveggja í deildinni. Jannero Pargo skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 18 stig og 10 stoðsendingar, en LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig fyrir Portland.Orlando burstaði Memphis 112-85 á útivelli þar sem Orlando setti félagmet með 18 þristum í leiknum. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir slaka heimamenn.San Antonio vann góðan heimasigur á LA Lakers 103-91 þar sem Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og tapaði 9 boltum fyrir Lakers. Þetta var annar sigur San Antonio á Lakers í þremur leikjum liðanna til þessa í vetur.Chicago lagði Indiana 108-95 þar sem leikstjórnandinn Kirk Hinrich átti sinn besta leik í vetur með 38 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum fyrir Chicago. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana, sem var með afleita hittni í leiknum.Houston slapp með skrekkinn í 109-107 sigri á Seattle á útivelli þar sem Tracy McGrady klikkaði á tveimur vítum sem hefðu geta tryggt Houston öruggan sigur í lokin. Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle fékk tvö tækifæri til að jafna í lokin en náði ekki að setja skotin niður.McGrady var stigahæstur hjá Houston með 28 stig af bekknum og Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst. Durant skoraði 25 stig fyrir Seattle og Wally Szczerbiak var með 22 stig.Loks vann LA Clippers öruggan heimasigur á Sacramento 111-85. Al Thornton skoraði 23 stig fyrir Clippers, Corey Maggette 21 og Chris Kaman skoraði 20 stig og hirti 21 frákast. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá. Lélegasta lið deildarinnar, Minnesota Timberwolves, gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix Suns í annað skiptið í vetur. Minnesota vann 117-107 á heimavelli og hefndi fyrir 20 stiga tap í Phoenix á dögunum. Minnesota hefur unnið tvær af þremur viðureignum liðanna í vetur og í nótt vann liðið annan sigur sinn í röð í fyrsta skipti í vetur. Minnesota hefur aðeins unnið 7 leiki í allan vetur. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota og setti persónulegt met með 39 stigum og hirti auk þess 15 fráköst. Marco Jaric skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 16 stoðsendingar hjá Phoenix, sem hafði unnið fjóra leiki í röð og var með næstflesta sigurleiki allra liða í deildinni. Cleveland vann stærsta sigur sinn í deildinni í fjórtan ár þegar það burstaði Washington 121-85. Zydrunas Ilgauskas skoraði 24 stig fyrir Cleveland og hitti úr öllum 10 skotum sínum utan af velli og LeBron James var með 23 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Brendan Haywood var stigahæstur í slöku liði Washington með 11 stig. Detroit vann 86-78 sigur á Philadelphia eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skiptið í vetur. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Willie Green skoraði 16 stig fyrir Philadelphia. Boston tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir Toronto 114-112 þar sem leikmenn Toronto hittu úr 15 af 21 þriggja stiga skoti í leiknum. Jose Calderon tryggði Toronto sigurinn með körfu og víti á lokasekúndunum. Hann skoraði 24 stig í leiknum en Kevin Garnett var atkvæðamestur í liði heimamanna með 26 stig. Þetta var aðeins sjöunda tap Boston í allan vetur. Orlando setti félagsmet með 18 þristumHedo Turkoglu skoraði sex af átján þristum OrlandoNordicPhotos/GettyImagesDallas lagði Charlotte á útivelli 102-95 þar sem Devin Harris var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Dallas og Josh Howard 21 stig og 12 fráköst. Gerald Wallace skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte og Jason Richardson skoraði líka 22 stig. Jerry Stackhouse meiddist á læri og þurfti að fara af velli hjá Dallas.New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Portland á heimavelli í viðureign spútnikliðanna tveggja í deildinni. Jannero Pargo skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 18 stig og 10 stoðsendingar, en LaMarcus Aldridge skoraði 18 stig fyrir Portland.Orlando burstaði Memphis 112-85 á útivelli þar sem Orlando setti félagmet með 18 þristum í leiknum. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir slaka heimamenn.San Antonio vann góðan heimasigur á LA Lakers 103-91 þar sem Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og tapaði 9 boltum fyrir Lakers. Þetta var annar sigur San Antonio á Lakers í þremur leikjum liðanna til þessa í vetur.Chicago lagði Indiana 108-95 þar sem leikstjórnandinn Kirk Hinrich átti sinn besta leik í vetur með 38 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum fyrir Chicago. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana, sem var með afleita hittni í leiknum.Houston slapp með skrekkinn í 109-107 sigri á Seattle á útivelli þar sem Tracy McGrady klikkaði á tveimur vítum sem hefðu geta tryggt Houston öruggan sigur í lokin. Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle fékk tvö tækifæri til að jafna í lokin en náði ekki að setja skotin niður.McGrady var stigahæstur hjá Houston með 28 stig af bekknum og Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst. Durant skoraði 25 stig fyrir Seattle og Wally Szczerbiak var með 22 stig.Loks vann LA Clippers öruggan heimasigur á Sacramento 111-85. Al Thornton skoraði 23 stig fyrir Clippers, Corey Maggette 21 og Chris Kaman skoraði 20 stig og hirti 21 frákast. Mike Bibby skoraði 16 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira