Green ver titil sinn í troðkeppninni 22. janúar 2008 02:26 Gerald Green verður að teljast sigurstranglegur í troðkeppninni í næsta mánuði Nordic Photos / Getty Images Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Háloftafuglinn Gerald Green ætlar að verja titil sinn í troðkeppninni í NBA sem fer fram á undan stjörnuleiknum í New Orleans um miðjan næsta mánuð. Green lék með Boston í fyrra en er nú liðsmaður Minnesota Timberwolves. Á síðasta tímabili hirti Green troðtitilinn af þáverandi meistara Nate Robinson frá New York. Green fær verðuga samkeppni á þessu ári þar sem hann mætir Jamario Moon frá Toronto, Rudy Gay frá Memphis og miðherjanum Dwight Howard frá Orlando sem einnig tók þátt í fyrra. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp í keppninni á þessu ári þar sem áhorfendum gefst kostur á að kjósa sinn troðkóng á heimasíðu NBA og gilda atkvæði þeirra á móti atkvæðum dómnefndarinnar í keppninni. Keppnin verður haldin laugardagskvöldið 16. febrúar í New Orleans, kvöldið fyrir sjálfan stjörnuleikinn sem er á dagskrá kvöldið eftir. Hér fyrir neðan má sjá hverjir hafa orðið troðkóngar í NBA árin sem keppnin hefur verið haldin, en Gerald Green getur með sigri í keppninni í næsta mánuði orðið aðeins þriðji maðurinn í sögu keppninnar til að verja titil sinn árið eftir. Aðeins þrír menn hafa orðið troðkóngar oftar en einu sinni. Michael Jordan vann tvö ár í röð 1987-88 líkt og Jason Richardson árin 2002-03. Harold Miner náði líka að vinna tvisvar, en það var árin 1993 og 1995. Troðkeppnin var ekki haldin árin 1998 og 1999, en var svo tekin upp aftur árið 2000 þar sem Vince Carter sigraði með yfirburðum og sýndi einhver fallegustu tilþrif sem sést hafa í keppninni. Hvað gerir Howard í ár? Dwight Howard hlaut ekki náð fyrir augum dómara í fyrraNordicPhotos/GettyImages Jason Richardson var svo í sérflokki tveimur árum síðar en eftir það hafa tilþrifin komið í takmörkuðu upplagi. Það verður gaman að sjá hvernig tröllinu Dwight Howard tekst til á þessu ári, en margir vildu meina að hann hafi ekki fengið sanngjarna dóma í fyrra fyrir troðslur sínar - þar sem hann m.a. festi límmiða efst á körfuspjaldið áður en hann tróð boltanum. Howard reyndi að fá það í gegn í fyrra að fá að hækka körfuna upp úr hefðbundinni 305 cm hæð og upp yfir fjóra metra - en það náði ekki fram að ganga. Eitthvað hefur verið pískrað um að hann muni ef til vill fá ósk sína uppfyllta á þessu ári, en menn vildu ekki leyfa hækkun á körfunni í fyrra af ótta við meiðsli leikmanna. Troðkóngar í NBA frá árinu 1984: 1984—Larry Nance, Phoenix 1985—Dominique Wilkins, Atlanta 1986—Spud Webb, Atlanta 1987—Michael Jordan, Chicago 1988—Michael Jordan, Chicago 1989—Kenny Walker, New York 1990—Dominique Wilkins, Atlanta 1991—Dee Brown, Boston 1992—Cedric Ceballos, Phoenix 1993—Harold Miner, Miami 1994—Isaiah Rider, Minnesota 1995—Harold Miner, Miami 1996—Brent Barry, L.A. Clippers 1997—Kobe Bryant, L.A. Lakers 2000—Vince Carter, Toronto 2001—Desmond Mason, Seattle 2002—Jason Richardson, Golden State 2003—Jason Richardson, Golden State 2004—Fred Jones, Indiana 2005—Josh Smith, Atlanta 2006—Nate Robinson, New York 2007—Gerald Green, Boston
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira