Miðja Íslands vígð á morgun 19. janúar 2008 11:39 Miðja Íslands er rétt austan við Illviðrahnjúka. Miðja Íslands er fundin og verður þar vígð sérstök varða á sunnudag. Miðjan reyndist vera í landi Skagfirðinga, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Skagafirði. Frá þessu er sagt í Skessuhorni. Það voru Landmælingar Íslands sem reiknuðu miðjuna út en það er Ferðakúbburinn 4x4 sem stendur fyrir vígslu á vörðunni sem reist hefur verið á miðju Íslands norðaustan Hofsjökuls. Allstór hópur víða af að landinu mun taka þátt í athöfninni. Aðdragandinn er sá að fyrir 2-3 árum síðan kom upp sú hugmynd meðal nokkurra félaga í Ferðaklúbbnum 4x4 að reisa stein á miðju Íslands. Í beinu framhaldi þess var haft samband við Landmælingar Íslands og sérfræðingar þar fengnir til að reikna út staðsetninguna. Miðjan var reiknuð út með því að nota strandlínu í aðalgagnagrunni Landmælinga Íslands og var niðurstaðan eftirfarandi hnit: 64°59'11.4" N og 18°35'12.0" V. Eyjar landsins voru ekki teknar með í útreikninginn. Staðurinn er suðaustan við svokallaðra Illviðrahnjúka í um 800 metra hæð yfir sjó. Fyrir tveimur árum lögðu nokkrir félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 upp í leiðangur til að finna miðjuna. Ferðin gekk í alla staði vel og var ákveðið að reisa litla vörðu á staðnum til að byrja með. Út frá því var farið í þá vinnu að finna stein á miðjuna sem gæti sómt sér vel. Steinninn, sem ákveðið var að nota, er stuðlaberg og kemur hann úr Hrunamannahreppi. Mjög brösuglega gekk að koma steininum á staðinn og fóru menn að velta því fyrir sér hvort steinninn væri tekinn úr álfabyggð. Vígsla Miðjunnar á sunnudag er síðasta ferðin til að ljúka merkingunni á Miðjunni. Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Miðja Íslands er fundin og verður þar vígð sérstök varða á sunnudag. Miðjan reyndist vera í landi Skagfirðinga, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Skagafirði. Frá þessu er sagt í Skessuhorni. Það voru Landmælingar Íslands sem reiknuðu miðjuna út en það er Ferðakúbburinn 4x4 sem stendur fyrir vígslu á vörðunni sem reist hefur verið á miðju Íslands norðaustan Hofsjökuls. Allstór hópur víða af að landinu mun taka þátt í athöfninni. Aðdragandinn er sá að fyrir 2-3 árum síðan kom upp sú hugmynd meðal nokkurra félaga í Ferðaklúbbnum 4x4 að reisa stein á miðju Íslands. Í beinu framhaldi þess var haft samband við Landmælingar Íslands og sérfræðingar þar fengnir til að reikna út staðsetninguna. Miðjan var reiknuð út með því að nota strandlínu í aðalgagnagrunni Landmælinga Íslands og var niðurstaðan eftirfarandi hnit: 64°59'11.4" N og 18°35'12.0" V. Eyjar landsins voru ekki teknar með í útreikninginn. Staðurinn er suðaustan við svokallaðra Illviðrahnjúka í um 800 metra hæð yfir sjó. Fyrir tveimur árum lögðu nokkrir félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 upp í leiðangur til að finna miðjuna. Ferðin gekk í alla staði vel og var ákveðið að reisa litla vörðu á staðnum til að byrja með. Út frá því var farið í þá vinnu að finna stein á miðjuna sem gæti sómt sér vel. Steinninn, sem ákveðið var að nota, er stuðlaberg og kemur hann úr Hrunamannahreppi. Mjög brösuglega gekk að koma steininum á staðinn og fóru menn að velta því fyrir sér hvort steinninn væri tekinn úr álfabyggð. Vígsla Miðjunnar á sunnudag er síðasta ferðin til að ljúka merkingunni á Miðjunni.
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira