Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Gengi félagsins hefur fallið um tæp átta prósent í dag.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Gengi félagsins hefur fallið um tæp átta prósent í dag.

Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Fast á hæla þess fylgir SPRON og önnur fjármálafyrirtæki sem hafa lækkað frá rúmu prósenti og meira.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma fallið um 2,38 prósent og stendur í 5.998 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra og hefur fallið um 5,11 prósent á fyrstu tveimur viðskiptadögum ársins.

Hún fór hæst í 9.016 stig rétt eftir miðjan júlí í fyrra sem merkir að hún hefur fallið um 33,5 prósent á rúmum fimm mánuðum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×