Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Óli Tynes skrifar 10. september 2008 16:45 Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira