Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi: Staða bílgreinarinnar 31. desember 2008 06:00 Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi. Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólksbifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hagkvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eigendum þessara bíla góða þjónustu í formi viðhalds og varahluta. Við fögnum því einnig að fyrirhugað er að draga úr opinberu eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í framleiðslu bíla hafa verið það miklar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opinbert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurfum við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um landið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur atvinnu af því að veita bíleigendum þjónustu og er því mikilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skólum landsins. Umræða um koltvísýringsmengun og áhrif hennar á hlýnun jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einkabílnum og hann gerður að sökudólgi í málinu. Kannski er eðlilegt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé saknað að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bílarnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en áratug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða diselolíu. Fljótlega munum við einnig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblástur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í farangrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krónunnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í landinu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skynsemi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virðingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga byggir á. Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólksbifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hagkvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eigendum þessara bíla góða þjónustu í formi viðhalds og varahluta. Við fögnum því einnig að fyrirhugað er að draga úr opinberu eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í framleiðslu bíla hafa verið það miklar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opinbert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurfum við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um landið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur atvinnu af því að veita bíleigendum þjónustu og er því mikilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skólum landsins. Umræða um koltvísýringsmengun og áhrif hennar á hlýnun jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einkabílnum og hann gerður að sökudólgi í málinu. Kannski er eðlilegt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé saknað að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bílarnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en áratug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða diselolíu. Fljótlega munum við einnig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblástur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í farangrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krónunnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í landinu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skynsemi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virðingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga byggir á.
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira