Hver á að gera hvað? Árni Páll Árnason skrifar 28. júní 2008 00:01 Umræðan Gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamlegast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórnmálamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Umræðan Gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamlegast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórnmálamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun