Úrslitakeppnin komin til að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2008 16:39 Einar Þorvarðarson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson á ársþinginu í dag. Mynd/E. Stefán Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag." Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag."
Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira