Pissað í polla 18. júní 2008 09:31 Vondar fréttir af Eimskipafélaginu sendu markaðinn í þunglyndi í vikunni. Það var svo sem ekki á svartsýnina bætandi og fyrir vikið sat íslenski markaðurinn eftir þegar Evrópa rétti sig örlítið við. Þunglyndið var allsráðandi og ég mann satt að segja ekki eftir jafn svartsýnum tóni á markaðinum síðan 2001-2002 þegar gengið grillaði ansi marga á sama tíma og draumurinn um að þjóðin gæti upp til hópa lifað af arðinum á Decode lognaðist út af. Eins og við var að búast fylgja slíku ástandi alls konar „sagði ég ekki" spekingar sem afgreiða út í hafsauga heilu hugmyndakerfin og aðferðir, svo sem afleiður, spákaupmennsku og skuldsett kaup. Allt þetta er partur af dýnamísku hagkerfi, þar sem áhætta og umbun haldast í hendur. Þeir sem ríkulegast bergðu af veigum veislunnar súpa nú þurrt. Slík afgreiðsla er svipuð því og að útmála hamar sem skaðræðistæki, bara af því að einhver aulaðist til að brjóta með honum rúðu. Innovate-fréttin frá Eimskip fékk menn til að efast um gæði fjárfestinga íslenskra fjárfesta yfirleitt. Svo maður setji sig í „sagði ég ekki" stellingarnar, þá hefur lengi verið ljóst að þær miklu erlendu fjárfestingar sem lagt var upp með myndu ekki allar heppnast. Þar vinnur söguleg tölfræði einfaldlega á móti okkur. Að halda að við séum svo miklu betri en aðrir í fjárfestingum er álíka gáfulegt og að halda að það sé eitthvert normalástand að við vinnum Svía í íþróttum.útrásin var réttmætÉg er hins vegar sannfærður um það að útrásin var rétt og að hún mun færa okkur hagsæld til framtíðar. Skuldsett kaup eru alls ekki slæmur kostur og hafa skilað mörgum miklum hagnaði. Margt af því sem keypt var hefur reynst vera góðar fjárfestingar og hefur þegar skilað fjárfestum ríkulegum arði. Það er hins vegar ekki hægt að skuldsetja eignir endalaust aftur og aftur, því fyrr eða síðar lenda menn í niðursveiflu og tapa þá öllu sínu. Yfir því þýðir ekkert að fárast, frekar en því að þeir hinir sömu græði lifandis býsn á góðu tímunum.Það er margt að varast og þegar líða tekur á uppsveiflu í hagkerfi koma ævinlega fram á sjónarsviðið glaðbeittir fjárfestar sem trúa ekki á neitt nema endalausan vöxt. Við höfum séð svona stemmningsmenn koma fram sem stjórnendur í fyrirtækjum, þar sem þeir hafa vaðið áfram og fjárfest í krafti óbilandi tiltrúar og augljóslega ekki vandað nægjanlega til verka. Nú má svo sem segja að dýpt fjármálakrísunnar sé slík að jafnvel þeir sem telja verður almennt skynsama hafi líka fundið til tevatnsins. Frændi minn úr Skagafirði, Haraldur Hjálmarsson, frá Kambi, var mikill hagmæltur húmoristi, en drykkfelldur. Hagmælgi og húmor, ásamt djúpum gáfum, innsæi , manngæsku, réttsýni og ýmsum öðrum dyggðum eru einmitt ríkjandi einkenni þessarar ættar og reyndar ekki síður í öðrum ættum sem að mér standa. Haraldur tók eitt sinn að sér bústjórn í afleysingum. Hann ofmetnaðist dálítið af upphefðinni og titlaði sig forstjóra á meðan. Allt gekk vel í fyrstu, en þegar líða tók á stóðst hann ekki mátið og datt í það. Eins og búast má við fór flest í handaskolum í kjölfarið. Um þetta orti hann undir laginu Hlíðin mín fríða.Forstjórinn fíni fagurlega galar vitlaus af víni víða rollum smalar. Hoppar eins og hani ropar eins og rolla pissar í polla. Ég vona að ég fari rétt með þetta, en þarna fór ekki vel þar sem hann eftirlitslaus og veiklundaður stóð ekki undir ábyrgðinni sem á hann var lögð. Þarna vantaði nefnilega stjórnina.Sökin forstjóranna einna?Þar komum við kannski að einum lærdómi undanfarinna mánaða. Bæði í tilviki Eimskipafélagsins nú og FL Group fyrr, er ekki fyllilega sanngjarnt að varpa allri ábyrgðinni á forstjórana. Ekki er minnsti vafi á því að þeim urðu á margvísleg mistök. Hins vegar átti stjórnin að vera betur vakandi og fara ítarlegar yfir ákvarðanir forstjóra félaganna. Stjórnirnar og stærstu hluthafar brugðust því ekki síður en forstjórinn. Ég tel engan vafa á því að við munum sjá fleiri dæmi um slakar fjárfestingar á næstunni. Verkefni bankanna næstu misserin er að fara í gegnum útlánasafnið og hreinsa upp vitleysuna sem óhjákvæmilega verður til í gegndarlausu góðæri. Fyrr getur engin endurreisn hafist. Nú er ekki tíminn þar sem menn sveifla flugustönginni og sleppa vænum löxum. Nú þarf að reka í kvíar, slátra og endurskipuleggja. Það er sóðaleg vinna og leiðinleg, en því miður nauðsynleg. Þeir sem lifa það af koma með mikla reynslu inn í næstu uppsveiflu. Þessu munu bankarnir stýra og þar græðir á endanum enginn neitt á því að þykjast betri en annar. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Vondar fréttir af Eimskipafélaginu sendu markaðinn í þunglyndi í vikunni. Það var svo sem ekki á svartsýnina bætandi og fyrir vikið sat íslenski markaðurinn eftir þegar Evrópa rétti sig örlítið við. Þunglyndið var allsráðandi og ég mann satt að segja ekki eftir jafn svartsýnum tóni á markaðinum síðan 2001-2002 þegar gengið grillaði ansi marga á sama tíma og draumurinn um að þjóðin gæti upp til hópa lifað af arðinum á Decode lognaðist út af. Eins og við var að búast fylgja slíku ástandi alls konar „sagði ég ekki" spekingar sem afgreiða út í hafsauga heilu hugmyndakerfin og aðferðir, svo sem afleiður, spákaupmennsku og skuldsett kaup. Allt þetta er partur af dýnamísku hagkerfi, þar sem áhætta og umbun haldast í hendur. Þeir sem ríkulegast bergðu af veigum veislunnar súpa nú þurrt. Slík afgreiðsla er svipuð því og að útmála hamar sem skaðræðistæki, bara af því að einhver aulaðist til að brjóta með honum rúðu. Innovate-fréttin frá Eimskip fékk menn til að efast um gæði fjárfestinga íslenskra fjárfesta yfirleitt. Svo maður setji sig í „sagði ég ekki" stellingarnar, þá hefur lengi verið ljóst að þær miklu erlendu fjárfestingar sem lagt var upp með myndu ekki allar heppnast. Þar vinnur söguleg tölfræði einfaldlega á móti okkur. Að halda að við séum svo miklu betri en aðrir í fjárfestingum er álíka gáfulegt og að halda að það sé eitthvert normalástand að við vinnum Svía í íþróttum.útrásin var réttmætÉg er hins vegar sannfærður um það að útrásin var rétt og að hún mun færa okkur hagsæld til framtíðar. Skuldsett kaup eru alls ekki slæmur kostur og hafa skilað mörgum miklum hagnaði. Margt af því sem keypt var hefur reynst vera góðar fjárfestingar og hefur þegar skilað fjárfestum ríkulegum arði. Það er hins vegar ekki hægt að skuldsetja eignir endalaust aftur og aftur, því fyrr eða síðar lenda menn í niðursveiflu og tapa þá öllu sínu. Yfir því þýðir ekkert að fárast, frekar en því að þeir hinir sömu græði lifandis býsn á góðu tímunum.Það er margt að varast og þegar líða tekur á uppsveiflu í hagkerfi koma ævinlega fram á sjónarsviðið glaðbeittir fjárfestar sem trúa ekki á neitt nema endalausan vöxt. Við höfum séð svona stemmningsmenn koma fram sem stjórnendur í fyrirtækjum, þar sem þeir hafa vaðið áfram og fjárfest í krafti óbilandi tiltrúar og augljóslega ekki vandað nægjanlega til verka. Nú má svo sem segja að dýpt fjármálakrísunnar sé slík að jafnvel þeir sem telja verður almennt skynsama hafi líka fundið til tevatnsins. Frændi minn úr Skagafirði, Haraldur Hjálmarsson, frá Kambi, var mikill hagmæltur húmoristi, en drykkfelldur. Hagmælgi og húmor, ásamt djúpum gáfum, innsæi , manngæsku, réttsýni og ýmsum öðrum dyggðum eru einmitt ríkjandi einkenni þessarar ættar og reyndar ekki síður í öðrum ættum sem að mér standa. Haraldur tók eitt sinn að sér bústjórn í afleysingum. Hann ofmetnaðist dálítið af upphefðinni og titlaði sig forstjóra á meðan. Allt gekk vel í fyrstu, en þegar líða tók á stóðst hann ekki mátið og datt í það. Eins og búast má við fór flest í handaskolum í kjölfarið. Um þetta orti hann undir laginu Hlíðin mín fríða.Forstjórinn fíni fagurlega galar vitlaus af víni víða rollum smalar. Hoppar eins og hani ropar eins og rolla pissar í polla. Ég vona að ég fari rétt með þetta, en þarna fór ekki vel þar sem hann eftirlitslaus og veiklundaður stóð ekki undir ábyrgðinni sem á hann var lögð. Þarna vantaði nefnilega stjórnina.Sökin forstjóranna einna?Þar komum við kannski að einum lærdómi undanfarinna mánaða. Bæði í tilviki Eimskipafélagsins nú og FL Group fyrr, er ekki fyllilega sanngjarnt að varpa allri ábyrgðinni á forstjórana. Ekki er minnsti vafi á því að þeim urðu á margvísleg mistök. Hins vegar átti stjórnin að vera betur vakandi og fara ítarlegar yfir ákvarðanir forstjóra félaganna. Stjórnirnar og stærstu hluthafar brugðust því ekki síður en forstjórinn. Ég tel engan vafa á því að við munum sjá fleiri dæmi um slakar fjárfestingar á næstunni. Verkefni bankanna næstu misserin er að fara í gegnum útlánasafnið og hreinsa upp vitleysuna sem óhjákvæmilega verður til í gegndarlausu góðæri. Fyrr getur engin endurreisn hafist. Nú er ekki tíminn þar sem menn sveifla flugustönginni og sleppa vænum löxum. Nú þarf að reka í kvíar, slátra og endurskipuleggja. Það er sóðaleg vinna og leiðinleg, en því miður nauðsynleg. Þeir sem lifa það af koma með mikla reynslu inn í næstu uppsveiflu. Þessu munu bankarnir stýra og þar græðir á endanum enginn neitt á því að þykjast betri en annar.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira